Skip to content

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls Sameykis

Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til ótímabundins verkfalls sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg frá og með 9. mars. Allt starfsfólk í Sameykis sem starfar í grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif  á starfsemi Ártúnsskóla enda sinnir starfsfólk frá Sameyki þýðingarmiklum störfum í skólanum.

Komi til verkfalls mun kennsla óhjákvæmilega skerðast sem og skóladagar nemenda. Skólastarf í grunnskóla verður frá kl. 8:25 – 11:25 þessa viku. Skólinn verður ekki opnaður þessa daga fyrr en kl. 8:25 þegar kennsla hefst.

Frístundastarf Skólasels fellur niður, þar eru allir starfsmenn í Sameyki.

Áhrifin eru einnig veruleg í leikskóladeildinni þar sem verkfall Sameykis bætist við verkfall Eflingarstarfsmanna og mun leikskólahald skerðast enn frekar en áður. Póstur hefur verið sendur á foreldra barna á leikskólanum með skipulagi vegna skerðingarinnar á vistunartíma sem af verkföllunum hlýst.