Skip to content

Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni

Úrslit skólahverfis Árbæjar og Grafarholts í Stóru upplestrarkeppninni fóru fram í Guðríðarkirkju í dag 5.  mars. Fulltrúar okkar í keppninni voru Baldur Björn Arnarsson og Hera Arnardóttir úr 7. BL. Þau gerðu sér lítið fyrir og enduðu bæði sem sigurvegarar. Hera var í fyrsta sæti og Baldur í öðru sæti. Við erum afskaplega stolt af þeim og óskum þeim til hamingju með árangurinn.