Skip to content

Hvatningarverðlaun fyrir verkefnið Útinám og umhverfisfræðsla

Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs voru afhent á Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara í Hörpu á öskudag. Hátt í sex hundruð kennarar voru þar mættir til að fræðast um og ræða loftslagsvandann, sjálfbærni, útinám og leiðir til að vinna með loftslagskvíða. Ártúnsskóli fékk viðurkenningu fyrir verkefnið Útinám og umhverfisfræðsla. Anna Sigríður Skúladóttir verkefnastjóri útináms og grænfána tók við viðurkenningunni fyrir hönd skólans.