Skip to content

Frá öskudegi 2020

Það voru glaðir og kátir nemendur í skrautlegum búningum af ýmsum gerðum sem tóku þátt í öskudagsdagskránni hjá okkur í grunnskóladeildinni í dag. Hefðbundin kennsla var brotin upp og nemendur fóru í gegnum skemmtilegar stöðvar í aldursblönduðum hópum. Eldri nemendur fóru heim um hádegi en þeir yngri sem áttu vistun í Skólaseli fóru þangað þar sem haldið var áfram að hafa gaman.

Fleiri myndir frá deginum má sjá í myndaalbúmi síðunnar.