Skip to content

Öskudagur og vetrarleyfi framundan

Á miðvikudaginn næsta, þann 26. febrúar er öskudagur og þá ætlum við að gera okkur glaðan dag. Nemendur mega koma í búning í skólann og með sparinesti. Uppbrot verður frá hefðbundinni kennslu fyrir hádegi þar sem nemendur fara í aldursblönduðum hópum á stöðvar með skemmtilegum verkefnum. Öskudagur er skertur skóladagur og lýkur honum kl. 11:50 eftir að nemendur hafa borðað hádegismat. Þá fara eldri nemendur heim en þeir yngri sem eiga vistun í Skólaseli fara þangað.

Föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars er svo vetrarleyfi í grunnskóladeildinni og þá daga er lokað í Skólaseli.