Skip to content

Samskiptadagur á föstudaginn

Á föstudaginn, þann 21. febrúar er samskiptadagur í grunnskólanum. Þá koma nemendur með foreldrum/forráðamönnum í viðtöl til umsjónarkennara. Opið er fyrir skráningu í viðtöl á mentor.

Á samskiptadögum er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru.

Óskilamunir verða settir fram á borð við skrifstofuna á morgun fimmtudag og þeir verða þar aðgengilegir fram á miðvikudag í næstu viku, endilega komið þar við og farið yfir það sem þar liggur og bíður eigenda sinna.