Skip to content

Frá föstudagssamveru 5.BÓ

Nemendur í 5. BÓ sáu um föstudagssamveruna í dag. Þegar hugmyndavinnan hófst við gerð samverunnar vildu nemendur setja upp leikrit og komu með nokkrar hugmyndir. Flestar hugmyndirnar voru klassísk gömul ævintýri sem auðvelt var að setja á svið. En þegar góðu hugmyndirnar voru allar svo góðar að erfitt var að velja á milli var ekkert annað í stöðunni en að hræra þeim öllum saman í einn hrærigraut í eitt gott ævintýri. Þar af leiðandi stigu á svið Rauðhetta, Pétur og úlfurinn, Grísirnir þrír, Kiðlingarnir sjö, Mjallhvít og dvergarnir ásamt norninni og jólasveinunum svo einhverjir séu nefndir. Til að ljúka samverunni voru tvö lög sungin í lokin, lögin Bóndadagshopp og Þorraþrællinn, en það eru nöfnin á fyrsta og síðasta degi Þorrans sem hefst í dag.