Skip to content

Vettvangsferð miðstigs í Aurora Basecamp

Á þriðjudaginn fóru nemendur á miðstigi (5.-7. bekkur) í vettvangsferð á nýtt safn í Hafnarfirði sem heitir Aurora Basecamp. Markmið ferðarinnar tengist verkefni þeirra í hringekju, Jörð í alheimi. Nemendur fengu fræðslu um alheiminn og norðurljósin. Vel var tekið á móti okkur og til gamans má geta þess að Ártúnsskóli er fyrsti skólinn sem heimsækir safnið. Börnin stóðu sig mjög vel og nutu fræðslunnar.

Myndir frá ferðinni má sjá á myndaalbúmi síðunnar.