Skip to content

Röskun vegna veðurs í dag

Gul viðvörun hefur tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn, yngri en 12 ára í lok skóla eða frístundastarfs í dag fimmtudaginn 9. janúar. Börn eru örugg í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.

Ekki er talin þörf á að foreldrar og forráðamenn sæki börn fyrir ákveðinn tíma heldur erum við að leggja áherslu á að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim heldur verði sótt í lok skóla eða frístundarstarfs.