Skip to content

Mikið magn óskilamuna

Mikið hefur safnast upp af óskilamunum hjá okkur í grunnskólanum í haust. Búið er að koma óskilamunum fyrir á borði við skrifstofuna. Endilega gefið ykkur tíma næstu daga til að kíkja við og fara yfir óskilamunina, þarna leynast mikil verðmæti.

Við munum pakka þessu saman á miðvikudaginn í næstu viku og fara með í Rauðakrossinn það sem eftir verður.