Skip to content

Jólaskemmtun 6.LR

Í dag voru litlu jólin okkar í grunnskóladeildinni. Nemendur mættu prúðbúnir í skólann á stofujól með bekkjarfélögum sínum og svo var skemmtun á sal í umsjón nemenda í 6.LR sem settu á svið helgileik og leikritið um Bláa hnöttinn. Fyrst í morgun voru þau með sýningu fyrir foreldra sína og svo fyrir skólafélaga sína. Dagskráin endaði svo á jólatrésballi á sal skólans þar sem við komum öll saman og sungum og dönsuðum í kringum jólatréð.

Myndir frá skemmtuninni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar