Skip to content

Heimsókn í hesthús – 2. HÞ

Í vikunni hafa nemendur í 2.HÞ farið í heimsókn í hesthúsahverfið í Víðidal í hesthúsið hjá Herði, kennaranum sínum. Veðrið lék við þau og nemendur gáfu brauð, klöppuðu, kembdu og fengu að prófa að sitja á baki. Þetta var mikil upplifun og það var gaman að sjá hvað allir komu vel fram við hestana. Nemendur voru alveg dolfallnir og fengu fræðslu um einkenni íslenska hestsins og sérstöðu hans í heimsókninni.