Skip to content

Frá opnun jólasýningar Árbæjarsafns

Fimmti bekkur tók þátt í jóladagskrá Árbæjarsafns á sunnudaginn var þar sem nemendur sungu og dönsuðu í kringum jólatré ásamt fjölskyldum sínum. Það komu hoppandi kátir jólasveinar klæddir í skinnskó og ullarvesti og dönsuðu með þeim við harmonikku undirleik.