Skip to content

Jólahúfur og Ævar Þór

Í dag fengum við góðan gest í heimsókn á samveru hjá okkur. Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson kom til okkar og las fyrir nemendur úr nýjustu bókinni sinni ,,Þinn eigin tölvuleikur“ sem vakti mikla lukku á meðal nemenda. Salurinn var einkar fagurrauður yfir að líta þar sem að í dag var jólahúfudagur hjá okkur.

Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.