Skip to content

Leitin að jólasveininum

Sú hefð hefur skapast hér í leikskólanum  að leita að fyrsta jólasveininum sem kemur til byggða í nágrenni leikskólans. Foreldrum var boðið að koma í leikskólann í morgun að þiggja veitingar áður en lagt var af stað  í leitina. Boðið var upp á piparkökur sem leikskólabörnin bökuðu, brauðbollur og heitt kakó. Að því loknu fóru börn, foreldrar og kennarar saman að leita að jólasveininum og fannst hann á Battavellinum. Jólasveinninn sprellaði með börnunum og gaf þeim bókina „13 þrautir jólasveinanna“.