Skip to content

Frá samveru 2. HÞ

Samvera 2. HÞ var föstudaginn 22. nóvember. Nemendur fóru með vísur úr bókinni „Sjóræningjarnir í næsta húsi“  í þýðingu Braga Baggalúts. Bókin hafði verið viðfangsefni í íslensku og unnið með textann í anda Byrjendalæsis. Hugmyndin kom frá börnunum um að flytja vísurnar á samveru bekkjarins. Nemendur hönnuðu og bjuggu til sviðsmynd og búninga. Í lokin sungu þau tvö lög um vináttu  undir stjórn Sesselju tónmenntakennara. Eftir samveru var nemendum boðið upp á sjóræningjaköku.

Myndir frá samverunni eru inni í myndaalbúmi heimasíðunnar.