Skip to content

Piparkökubakstur í leikskólanum

Börnin í leikskólanum bökuðu piparkökur í dag og einbeitingin skein úr hverju andliti. Þau ætla að geyma piparkökurnar þar til í næstu viku og bjóða foreldrum sínum að smakka þegar þeir koma í heimsókn fimmtudaginn 12. desember í leitina af jólasveininum. Þá munu börn, foreldrar og kennarar leikskólans leita saman að Stekkjastaur í nágrenni leikskólans.