Skip to content

Vetrarhátíð í Grenndarskógi Ártúnsskóla

Síðastliðinn föstudag 29. nóvember var blásið til Vetrarhátíðar í Grenndarskógi Ártúnsskóla í tilefni af fullveldisafmæli þjóðarinnar. Veðrið lék við okkur þennan dag.  Þemað heilsurækt í umhverfinu var haft í hávegum.

Allir nemendur unnu saman í aldursblönduðum hópum í Grenndarskóginum. Dæmi um verkefni sem unnin voru eru samvinnuleikir, boðhlaup, fræðsla og útieldun. Vetrarhátíðin gekk mjög vel, nemendur áhugasamir og glaðir.

Myndir frá hátíðinni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar