Skip to content

Vetrarhátíð í Grenndarskógi

Næsta föstudag 29. nóvember verður blásið til Vetrarhátíðar í Grenndarskógi Ártúnsskóla í tilefni af fullveldisafmæli þjóðarinnar. Allir nemendur munu vinna saman í aldursblönduðum hópum í Grenndarskóginum. Dæmi um verkefni eru samvinnuleikir, boðhlaup, fræðsla og útieldun.

Nemendur verða úti allan morguninn og því afar mikilvægt að allir séu í hlýjum og skjólgóðum fatnaði. Föstudagurinn er skertur skóladagur sem lýkur kl. 12:30. Þá fara allir nemendur heim nema þeir sem eiga vistun í Skólaseli.