Skip to content

Heimsókn frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins

Í gær fengu nemendur 3.EÓ skemmtilega heimsókn slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu.

Það var heldur betur kátt í bekknum þegar nokkrir fílefldir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn mættu á svæðið og kynntu sitt árlega eldvarnarátak í aðdraganda jóla. Sýndu þeir nemendum stutt myndband um systkinin, slökkviálfana,  Glóð og Loga sem láta sér annt um öryggi samborgaranna á þessum mesta kertaljósatíma sem nú fer í hönd og hinn hvimleiða frænda þeirra Varg. Vargur er hrekkjóttur með eindæmum og kætist þegar kviknar í svo stórt bál hlýst af.

Nemendur voru duglegir að spyrja spurninga og fengu þeir í lokin upplýsingabækling sem m.a. fól í sér „jólagetraun“. Einnig voru nemendur leystir út með gjöfum, vasaljós, endurskinsmerki, bókarmiða og plakat.

Loks var nemendum boðið út að skoða Slökkvi- og sjúkrabílinn. Þessir bílar og sérútbúnaður þeirra vakti mikla hrifningu nemenda.

Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi síðunnar.