Skip to content

Samvera hjá 3.bekk

Í morgun voru nemendur í 3. bekk með samveru á sal skólans. Lagt var upp með dagskrá sem tengdist Degi hinnar íslensku tungu sem er á morgun, þann 16. nóvember. Af því tilefni æfðu nemendur framsögn, leiklist og framkomu og fluttu nemendur m.a. frumsamið leikrit ,,Draugahundinn“. Þeir nemendur sem eiga uppruna að rekja til annarra landa eða hafa búið í öðru landi til lengri eða skemmri tíma sögðu einnig frá landinu sínu.

Nemendur stóðu sig með prýði og að samverunni lokinni buðu nemendur foreldrum sínum og gestum í kaffispjall og pálínuboð.

Myndir má sjá í myndaalbúmi síðunnar.