Skip to content

Vinátta – dagur gegn einelti

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í tilefni dagsins unnum við með vináttu í aldursblönduðum hópum þar sem vinabekkir unnu saman púsl. Allir nemendur skólans lituðu einn púslkubb og skrifuðu heilræði og góð ráð um vináttu og púslkubbarnir voru svo settir saman í eina heildar veggmynd sem lýsir því að við erum öll einstök á okkar hátt en sameinuðu erum við eitt lið.

Myndir frá vinnunni eru í myndaalbúmi síðunnar.