Skip to content

Vinningshafar í ljóðakeppni

Á Ljóðadögum Óperudaga var efnt til ljóðasamkeppni fyrir alla grunnskólanema á landinu. Þema hátíðarinnar var „Ljóð fyrir loftslagið“.

Nemendur voru hvattir til að semja ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn og drauma sína eða annað sem passaði við þemað.

Veittar voru viðurkenningar í tveimur flokkum, 1.-5. bekk og 6.-10. bekk en valnefndina skipuðu íslenskir rithöfundar og fulltrúar Forlagsins, Norræna hússins og Borgarbókasafns ásamt fulltrúum hátíðarinnar.

Tveir nemendur í 7.BL Ártúnsskóla komust í úrslit og sigurvegari í eldri aldurshópnum var Baldur Björn Arnarsson með ljóðið sitt Af hverju gerum við ekkert og Hera Arnardóttir var í öðru sæti með ljóðið sitt Heimsvandamál.  Úrslitin voru kynnt við hátíðlega athöfn í Hörpu á lokatónleikum uppskeruhátíðar Ljóðadaga. Starfsfólk og nemendur Ártúnsskóla óska Baldri Birni og Heru innilega til hamingju og eru þau skólanum sínum til mikils sóma.