Skip to content

Hrekkjavökuball – foreldrafélagsins

Hrekkjavökuball foreldrafélagsins verður haldið föstudaginn 1. nóvember á sal skólans. Ballið verður tvískipt í ár. Frá kl. 17:30 – 19:00 er ball fyrir yngri nemendur þ.e. leikskóladeild og nemendur í 1. – 4. bekk. Frá kl. 20:00 – 21:30 verður svo ball fyrir nemendur í 5. – 7. bekk.

Aðgangseyrir er kr. 200.- og athugið að það er ekki posi á staðnum.

Veitingar verða seldar á staðnum og allir eru hvattir til að mæta í búningum, líka foreldrar og forráðarmenn.