Skip to content

Óli Stef ætlar að mæta á aðalfund Foreldrafélags Ártúnsskóla, hvað með þig!

Aðalfundur foreldrafélags Ártúnsskóla verður haldinn í dag miðvikudaginn 23. október 2019 kl. 20:30 á sal Ártúnsskóla.

Dagskrá:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf
– Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
– Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárhagsafkomu félagsins og leggur fram reikninga
– Samþykkt frambjóðenda til stjórnar. Eftirfarandi aðilar bjóða sig fram til stjórnar og er óskað eftir samþykki á uppröðun.
Þráinn Fannar Gunnarsson – Formaður
Anna Kristín Karlsdóttir – Varaformaður
Stefán Orri Stefánsson – Gjaldkeri
Bjarni Lúðvíksson – Ritari
Sonja Rúdolfsdóttir Jónsson – Meðstjórnandi
Örk Guðmundsdóttir – Varamaður í stjórn
Hildur Pétursdóttir – Varamaður í stjórn
Harpa Sjöfn – Varamaður í stjórn

Búið er að manna allar stöður í stjórn og aðra fulltrúa svo ekki er þörf á fleiri framboðum nema viðkomandi gjörsamlega brenni fyrir að vera með í góðum hópi.
–  Önnur mál

2. Fræðsluerindi
Ólafur Stefánsson, einn sigursælasti handknattleiksmaður Íslands og fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins mun koma og ræða við okkur um meðal annars leiðtoga framtíðarinnar og margt fleira

Boðið verður upp á kaffi og með því.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn foreldrafélags

Myndir frá fundinum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.