Skip to content

Samskiptadagur og vetrarleyfi

Á morgun miðvikudag er samskiptadagur í grunnskólanum og nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum sínum í viðtöl til umsjónarkennara sinna. Skráningar í viðtölin fara fram í gegnum mentor. Á samskiptadaginn er opið í Skólaseli fyrir þá nemendur sem þar hafa verið skráðir í lengda viðveru.

Vetrarleyfi tekur svo við í grunnskólanum fimmtudag, föstudag og mánudag, 24. – 28. október. Vetrarleyfi tekur til allrar starfsemi grunnskólans, þ.m.t. Skólasels. Skólastarf hefst eftir vetrarleyfi þriðjudaginn 29. október.