Skip to content

Heilsueflandi skóli – heilsurækt er þema annarinnar

Á skólaárinu 2019 – 2020 verður unnið með þemað „Heilsurækt”. Markmið þemans er að nemendur og starfsfólk Ártúnsskóla átti sig á mikilvægi heilsuræktar. Það má segja að það séu fá verkefni á lífsleiðinni mikilvægari en að rækta sína eigin heilsu. Góð heilsa er undirstaða fyrir vellíðan og velgengni og  hjálpar fólki að ná þeim markmiðum sem það setur sér.

Í vinnu okkar með þemað leggjum við áherslu á heilsurækt í víðasta skilningi, þ.e. að rækta líkamlega, andlega og félagslega heilsu.

Allir bekkir/árgangar munu vinna margvísleg verkefni sem tengjast þemanu og það verður samþætt sem flestum námsgreinum. Nánari upplýsingar um vinnuna má sjá hér.