Skip to content

Frá samveru 7. BL

Á föstudagssamveru í morgun buðu nemendur í 7. bekk foreldrum sínum og skólafélögum á tónleika.  Af því tilefni var stofnaður  bekkjarkór og sungu nemendur nokkra þrælasöngva, sem er sérstök tegund af tónlist sem á rætur sínar að rekja til hörundslitaðra þræla í Bandaríkjunum.  Dagskráin vakti almenna ánægju og var eftir því tekið hvað krakkarnir stóðu sig frábærlega.  Áður enn kórinn steig á svið sáu Teresa, Katarína og Embla um skemmtilegt tónlistaratriði.