Skip to content

Upplestur á samveru í morgun

Í morgun kom til okkar í heimsókn rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir. Hún las fyrir nemendur upp úr bók sinni Nærbuxnanjósnararnir sem er framhald bókarinnar Nærbuxnaverksmiðjan sem hún gaf út í fyrra. Bókin fjallar eins og fyrri bókin um vinina Gutta og Ólínu og ævintýri þeirra.

Arndís var einkar ánægð með heimsóknina og hrósaði nemendum fyrir hvað það hefði verið gaman að heimsækja skólann og fá að lesa fyrir nemendur sem fylgdust með af miklum áhuga.