Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur grunnskóladeildarinnar hlupu Ólympíuhlaup ÍSÍ í vikunni. Veðrið lék við okkur og nemendur lögðu hart að sér við hlaupið og höfðu gaman af.

Með hlaupinu er eins og áður leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Myndir frá hlaupinu má sjá í myndaalbúmi síðunnar.