Skip to content

Föstudagssamvera hjá 5. bekk

Fimmti bekkur sá um samveru síðastliðinn föstudag. Bekkurinn byrjaði skólaárið á að taka þátt í Plastlausum september. Plast er ekki allt slæmt en óhófleg notkun plasts ógnar lífi á jörðinni ef við brettum ekki upp ermar og förum að hugsa hvað við getum gert betur. Nemendur byrjuðu á því að velta því fyrir sér hvaða merkingu plast hefði fyrir þá og eftir miklar vangaveltur vildu krakkarnir koma ákveðnum skilaboðum áfram til samfélagsins.

Nemendur völdu að gera leikin myndbönd og smá gjörning þar á eftir sem innihélt góð ráð við fyrstu skrefin til að minnka plastnotkun. Nemendur skrifuðu handritin að myndböndunum sjálfir ásamt því að leika öll hlutverk og skilaboðin voru skýr. Við manneskjurnar erum skynsamar verur með ofurkrafta sem við getum notað til að breyta veröldinni okkar til hins betra. Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað!

Myndir frá samverunni eru í myndaalbúmi síðunnar.