Skip to content

Frá íþróttadegi

Íþróttadagurinn í gær, þriðjudaginn 24. sept. gekk mjög vel.

Nemendur skólans fóru á níu stöðvar sem allar tengdust heilsurækt á einhvern hátt. Gaman var að sjá hversu vel nemendur unnu saman í aldursblönduðum hópum og þeir eldri voru afar hjálpsamir við þá yngri.

Átta gestir frá Hollandi voru með í íþróttahringekjunni í gær. Þetta var blandaður hópur kennara og ýmissa sérfræðinga frá lýðheilsustofnunum í Hollandi sem er að kynna sér heilsueflandi starf hér á landi.

Það er skemmst frá því að segja að gestirnir voru yfir sig hrifnir af starfi Ártúnsskóla sem heilsueflandi skóla og það hvetur okkur að sjálfsögðu áfram til góðra verka.

Nemendur eru mjög spenntir að fá uppskriftina af hollustu jarðarberjasultu Ártúnsskóla sem þeir fengu að smakka á íþróttadaginn og því birtum við hana hér.

Myndir frá deginum fá sjá í myndaalbúm síðunnar.