Skip to content

Heilsurækt – íþróttadagur

Okkar árlegi íþróttadagur verður að þessu sinni á morgun, þriðjudaginn 24. september. Þemað sem unnið verður með í skólanum í vetur er HEILSURÆKT og íþróttadagurinn mun endurspegla það þar sem lögð er áhersla á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Verkefnin sem eru í boði eru meðal annars jóga, þrautabraut þar sem klifurveggurinn á skólalóðinni verður nýttur, skynjunarverkefni, Bandý og boðhlaup.

Aldurshópum er að venju blandað saman og reynir því á samstarf nemenda og stuðning þeirra eldri við þá sem yngri eru.  

Dagsetning íþróttadags er ákveðin með löngum fyrirvara. Það setur því sinn svip á daginn að á Íslandi er allra veðra von. Því er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri.

Íþróttadagur er skertur skóladagur. Nemendur mæta að morgni skv. stundaskrá en skóla lýkur kl. 12:40. Þá fara allir nemendur í 1. – 3. bekk í Skólasel. Þeir nemendur sem ekki eiga vistun í skólaseli fara heim kl. 13:20. Nemendur í 4.bekk fara heim nema þeir sem eiga vistun í Skólaseli. Sundkennsla fellur niður þennan dag.

Bestu heilsuræktarkveðjur,                                                               

Starfsfólk Ártúnsskóla