Kennsla færð út í góða veðrið
Veðrið hefur leikið við okkur síðustu vikur skólaársins og kennslan hefur farið að mestu leiti fram fyrir utan veggi skólans. Farið hefur verið í lengri og styttri vettvangsferðir, grenndarskógurinn hefur verið heimsóttur sem og Elliðaárdalurinn og nær umhverfi skólans. Allir hafa notið þess að nýta möguleikana við að leysa verkefni á annan máta m.a. í gegnum leik og sköpun utandyra.
Í myndaalbúmi heimasíðunnar má sjá myndir frá útikennslu vordaganna.