Skip to content

Vorverkadagur Foreldrafélags Ártúnsskóla

Foreldrafélag Ártúnsskóla hefur ákveðið að hafa vorverkadaginn á morgun,  þriðjudaginn 4.júní frá kl. 17:00 -19:00 og lýkur honum með grillveislu fyrir þreyttar hendur.
Dagsetningin er sett fram með þeim fyrirvara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir en spáin er góð. Við munum leggja áherslu á leikskólalóðina að þessu sinni þar sem lóðarframkvæmdir eru í gangi á sjálfri skólalóðinni. Ýmis verkefni verða á listanum og eru allir hvattir til að mæta með einhver verkfæri ef til eru á heimilinu.

Dagur: 4. júní 2018 Tími: 17:00 – 19:00.
Fyrir hvern: Allar hendur vel þegnar, stórar sem smáar.
Verkefnalisti (ekki tæmandi):
Garðvinna
Kantskera við stéttar og hús
Hreinsa beð
Reita arfa og hreinsa gangstéttarhellur
Raka möl
Týna rusl
Sópa
Hreinsa stéttar
Mála girðingu

Komum og gleðjumst í verkefnum sem gera börnin okkar enn glaðari í frábæru vinnuumhverfi sem skólinn okkar er.
Margar hendur vinna létt verk og margt smátt gerir eitt stórt.

Stjórn foreldrafélags Ártúnsskóla