Skip to content

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Arnór Gauti nemandi í 7. bekk var í ár tilnefndur til nemendaverðlauna Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur af starfsfólki Ártúnsskóla. Hann var tilnefndur fyrir að vera jákvæð fyrirmynd, hjálpsamur og öflugur námsmaður. Arnór Gauti kemur fallega fram við skólafélaga og starfsfólk og sýnir öllum virðingu og kurteisi. Arnór Gauti er öðrum nemendum jákvæð fyrirmynd og er vel að verðlaununum kominn. Til hamingju Arnór Gauti.