Samvera hjá 1. bekk

Nemendur í 1. bekk voru með föstudagssamveru síðasta föstudag fyrir nemendur grunnskólans og foreldra sína. Krakkarnir létu ljós sitt skína og sungu fyrir okkur, fluttu ljóð Þórarins Eldjárns, dönsuðu og sýndu fimleikaatriði svo eitthvað sé nefnt.
Myndir frá samverunni eru komnar inn í myndaalbúm heimasíðunnar.