Skip to content

Aðalfundur fulltrúa í umhverfisnefnd

Aðalfundur fulltrúa í umhverfisnefnd var í gær og tókst vel. Fulltrúar hvers bekkjar í nefndinni sögðu á fundinum frá verkefnum sem tengjast umhverfinu og umhverfisvernd sem unnið hefur verið að þetta skólaár. Á fundinum kom einnig fram að nemendur hafa mikinn áhuga á því að halda Ártúnsholtinu hreinu og fínu og nemendur hafa mikinn áhuga á útieldun og vettvangsferðum til að læra meira um náttúruna svo eitthvað sé nefnt af þeim verkefnum sem nemendur hafa áhuga á að vinna að næsta  skólaár.