Skip to content

Sprengi – Kata

Nú á vordögum fengum við í Ártúnsskóla viðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis sem Varðliðar umhverfisins fyrir verkefni miðstigs um Heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna. Hluti af verðlaununum var að ,,Sprengi – Kata“ frá Sprengigengi Háskóla Íslands kæmi í heimsókn í skólann með efnafræðisýninguna sína.  Heimsóknin vakti mikla lukku og nemendur voru einstaklega spenntir og fylgdust vel með undrum efnavísindanna.