Skip to content

Danssýningar

Í dag var uppskeruhátíð danskennslunnar sem staðið hefur yfir hjá öllum nemendum grunnskólans í vetur. Nemendum var skipt niður á tvær sýningar, annars vegar 1. – 4. bekkur og hinsvegar 5. – 7. bekkur. Það var gaman að sjá afrakstur kennslunnar og margir gestir komu í heimsókn og glöddust með okkur.

Myndir frá sýningunum má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.