Skip to content

Frá samveru 6. bekkjar

Nemendur í 6. bekk voru með föstudagssamveru síðasta föstudag. Þeir sögðu okkur frá vinnumorgni sínum í Húsdýragarðinum þar sem þeir fengu að hjálpa til við umhirðu dýranna. Einnig sungu þau fyrir okkur og sýndu myndbönd sem unnin voru í upplýsinga- og tæknimennt um netöryggi og hættur á netinu. Netorðin 5 voru til grundvallar og hóparnir útbjuggu handrit að stuttmynd sem þeir tóku svo upp og klipptu saman í skólanum.

Myndir frá samverunni má nálgast í myndaalbúmi síðunnar.