Skip to content

Kynslóðir mætast

Á föstudaginn buðu nemendur í 1. og 2. bekk eldri kynslóðinni í heimsókn í skólann. Nemendur og gestir þeirra spiluðu, leiruðu og fóru í íþróttir svo eitthvað sé nefnt og nemendur buðu gestunum sínum einnig upp á hressingu í tilefni dagsins.

Það er alltaf svo ánægjulegt að fá gesti eldri kynslóðarinnar í heimsókn í skólann og nemendur njóta þess að sýna þeim skólann sinn og verkefni.

Myndir frá heimsókninni má sjá í myndaalbúmi heimasíðunnar.