Skip to content

Varliðar umhverfisins 2019 – viðurkenning

Í tengslum við dag umhverfisins útnefndi umhverfis- og auðlindaráðherra Varðliða umhverfisins í 13. sinn á dögunum. Varðliðar umhverfisins er samstarfsverkefni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur.

Ártúnsskóli fékk í annað skiptið þessa viðurkenningu, að þessu sinni fyrir verkefni sem unnið var af nemendum í 5. – 7. bekk um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Nánar má lesa um viðurkenninguna á vef ráðuneytisins. 

Myndir frá athöfninni má sjá á myndasíðu heimasíðunnar.