Skip to content

Frá menningarvöku

Nemendur í 7. GEÓ stóðu fyrir menningarvöku í Ártúnsskóla í gær. Sýningin var partur af Barnamenningarhátið í borginni þetta árið og því opinn viðburður fyrir alla borgarbúa.

Í ár settu nemendur á svið leikritið um Kardemommubæinn. Nemendur stóðu sig einkar vel og létu ljós sitt skína á sviðinu.

Ár hvert velja nemendur félagasamtök til að styrkja og allur ágóði af sýningunni í ár rann til Hróa hattar – barnavinafélags. Á samveru í morgun, þegar sýningin var flutt fyrir nemendur skólans, þá komu fulltrúar félagsins og tóku á móti styrktarfénu.

Myndir frá Menningarvökunni má sjá á heimasíðu skólans.