Skip to content

Samstarf við Tíuna

Í vikunni var gengið frá þjónustu – og samstarfssamning milli Ártúnsskóla og félagsmiðstöðvarinnar Tíunnar. Báðir aðilar veita þjónustu til barna í 5., 6. og 7. bekk. Samkvæmt nýrri menntastefnu er áhersla á aukið samstarf milli stofnanna skóla- og frístundasviðs (SFS). Markmið samningsins er að festa í sessi samstarf samningsaðila, tryggja þjónustu í þágu barnanna, ákveðið aðgengi að starfsmönnum og þjónustu beggja aðila.