Skip to content

Menningarvaka 7.GEÓ

Á fimmtudaginn nk. þann 11. apríl er árleg Menningarvaka skólans. Í ár er hún í  umsjón nemenda í 7.GEÓ. Nemendur verða með fjölbreytt skemmtiatriði og sýna leikritið um Kardemommubæinn. Í ár er menningarvakan hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík og því er sýningin kl. 18:00. Húsið opnar kl. 17:30 og aðgangseyrir fyrir þrettán ára og eldri er 1000 kr. sem mun renna til Hróa hattar barnavinafélags. Börn tólf ára og yngri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Leikritið um Kardemommubæinn verður svo sýnt aftur á föstudagssamveru daginn eftir fyrir alla nemendur Ártúnsskóla.