Skip to content

Frá föstudagssamveru 4. bekkjar

Nemendur í 4.EH voru með langa en skemmtilega samveru í síðustu viku þar sem dagskráin var fjölbreytt.  Nemendur sýndu listir sínar á ýmsum sviðum, hljóðfæraleikur, dans, spurningakeppni, brandarar og stuttmynd um Harry Potter ásamt leikritinu um ,,Dýrin í Hálsaskógi“ sem fjallar um vináttu og tillitssemi.

Að lokinni samveru var pálínuboð í heimastofu bekkjarins fyrir nemendur og foreldra, nokkurs konar uppskeruhátíð þar sem borðin svignuðu af kræsingum.

Myndir frá samverunni eru í myndaalbúmi heimasíðunnar.