Skip to content

Skólabúðavika hjá 7. GEÓ

Nemendur í 7. bekk hafa notið sín þessa skólavikuna við leik og störf í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Þau hafa staðið sig einkar vel og verið sjálfum sér og skólanum til sóma. Það er farið að styttast í annan endann á dvöl þeirra, heimkoma á morgun og við vonum að þau skemmti sér vel á lokakvöldvökunni í kvöld.