Skip to content

Hönnun og smíði í 1. bekk

Nemendur í 1. bekk hafa í vetur æft sig í notkun smíðaverkfæra. Nú þegar hafa þau farið heim með alls kyns furðuhluti sem orðið hafa til við æfingar með sög og sandpappír, þau hafa mælt stærðir húsgagna og hluta með tommustokk og kynnst því að saga eftir máli. Nýjasta verkefnið er að negla með hamri og búa til naglamynd, við þá vinnu nota allir heyrnarhlífar til að vernda heyrnina.