Skip to content

Vikan í leikskólanum

Vikan er búin að vera viðburðarrík. Á bolludaginn bökuðu börnin brauðbollur sem að þau borðuðu í síðdegishressingu. Á sprengidaginn var saltkjöt og baunasúpa í matinn, það voru flestir duglegir að smakka og boðið var upp á brauð með súpunni. Á öskudaginn mættu svo allir í furðufötum, það ríkti mikil spenna þennan dag. Það hittust allir inn í sal klukkan tíu og slógu köttinn úr tunnunni (snakkið úr kassanum) börn og starfsfólk. Þegar það kom svo loksins gat á kassann gæddu sér allir á snakki. Að því loknu var marserað um húsið á meðan salurinn var sópaður og svo var ball með tilheyrandi stuði.